Mánudagar eru svo erfiðir dagar, blessunalega séð eru þeir bara einu sinni í viku. Það er svo erfitt að rífa sig upp eftir sukk helgarinnar og koma sér aftur í rútínu.
Ég fékk bæði nýtt matarplan og æfingarplan í dag, og hlakka til að takast á við næsta mánuð.
Daníel gerði líka vel við sína og verslaði fyrir mig prótein, grifflur og vítamín - ég er svo heppin að eiga hann !
Spirulina inniheldur 13 vítamín, 16 steinefni, 18 aminósýrur, snefilefni, auðmeltanlegt járn og GLA fitusýrur. Chlorophyll sem eykur súrefnismettun í blóðinu, auk fjölda andoxunarefna.
Sjálft próteinduftið tek ég svo inn til að tryggja næga inntöku próteins yfir daginn og viðhalda vöðvamassa.
Ég tek einnig inn CLA en líkaminn getur ekki framleitt Ómega 3 og 6 og þarf að fá þessar fitusýrur úr fæðunni. Þær eru nauðsynlegar fyrir ónæmiskerfið, sjónina og frumuuppbyggingu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli