föstudagur, 7. júní 2013

Breyttur lífstíll

Lífsstílsbreytingar kalla alltaf á breyttar venjur. Ég hef loksins viðurkennt fyrir sjálfri mér að ég er matarfíkill. Það að ég sé matarfíkill þýðir ekki að ég sé endilega feit, heldur að ég hafi þráhyggju fyrir mat og þráhyggju fyrir óstöðvandi löngun í unnin kolvetni. Hjá mér voru allir dagar Laugardagar.
Ég var stöðugt með samviskubit yfir því sem ég lét ofan í mig, og segja má að ég hafi verið óheiðarleg gagnvart sjálfri mér.

Ég ákvað því að snúa við blaðinu. Ég skráði mig í ,,Betri árangur" fyrir hálfum mánuði og mér hefur aldrei gengið eins vel að borða hollt. Á þessum hálfa mánuði hef ég bara átt einn nammidag, og tek þann næsta út á morgun.

Þangað til næst.

4 ummæli: