föstudagur, 7. júní 2013

Alltaf með afa í bílnum

Og það eru orð að sönnu.
Ég erfði bílin hans Péturs afa heitins, og hann er alltaf með mér í bílnum. Ég föndraði spjald með myndum af honum báðu megin og hengdi það upp áður en ég lagði af stað á fyrsta rúntinn minn, 17 ára gömul.
Spjaldið hefur að vísu upplitast mikið og margar aðrar gersemar bæst við og fengið að hanga uppi á meðal þess. Höfrungur, blóm, keila, bangsi og verðlaunapeningur fyrir blakmót.

Bíllinn okkar afa er mikið í uppáhaldi hjá mér. Hann er fjólublár og fer ekki framhjá neinum.


bílaskraut
afi Pétur
micran ásamt bílnum okkar Daníels

1 ummæli: