fimmtudagur, 13. júní 2013

Litun

Ég hef svo lengi ætlað, en aldrei þorað, en lét svo loksins verða að því í dag. Ég hafði auðvitað undirbúið mig undir allt það versta og var alls ekki viss um að þetta myndi fara mér.
Mágkona mín sem rekur stofuna sína Yfir höfuð tók þetta að sjálfsögðu að sér og reyndi í leiðinni að fá mig til að bakka út úr þessu til að vera viss um að ég vildi þetta. Ég auðvitað stóð fast á mínu, enda var ég búin að ákveða mig.
Ég er rosalega sátt, og sé sko alls ekki eftir neinu !

fyrir og eftir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli