laugardagur, 15. júní 2013

Laugardagur

Ég elska Laugardaga því þeir eru nammidagar, hjá mér. Að vísu borðaði ég hollt fyrir hádegi en leyfði mér svo all svakalega eftir það, enda búin á því eftir átta tíma törn á spítalanum í gær.
Ég fór semsagt í læknisskoðun og blóðprufu, sem ekkert kom út úr. Ástæðan var sú að mig hefur verkjað í hausnum í nokkra mánuði en aldrei farið til læknis, og þar sem verkurinn var farinn að leiða niður í kjálka þá ákvað ég að láta undan og dreif mig til læknis.
Mér var hins vegar ráðlagt að synda og fara í sjúkranudd, og ég ætla hiklaust að fara eftir þeim ráðleggingum.



 
Sushi í kvöldmatinn
Uppáhalds
Íslensk bláber með sprauturjóma

Engin ummæli:

Skrifa ummæli